Fólk sem er kunnugt Ketó mataræðinu, þekkir vel inn á það markmið að auka ketone framleiðslu líkamans.
MCT olían er oft notuð í þeim tilgangi að öðlast skjóta orku- þá bæði í formi fitu og umbreytingu hennar í ketones. MCT er hugsuð sem há spenna af ketogenic orku fyrir líkamann, í formi hágæðrar hollrar fitu.
Hvernig er MCT frábrugðin kókosolíu. MCT getur vissulega verið unnin úr kókoshnetum, en hún er miklu efnaþéttari en kókosolía. MCT inniheldur 100% MCT á móti 45-65% MCT í kókosolíu.
MCT er skammstöfun á Medium Chain Triglycerides(milli keðju þríglýseríð), sem eru þrjár fitusýrur með glýseríð uppistöðu.
Eiginleikar MCT olíu
Samhliða örmyndaðrar ketone framleiðslu úr MCT, að þá eru þó nokkrir heilsusamlegir eiginleikar með reglulegri notkun MCT, Þar með talið aukin fitubrennsla, einbeiting og orka.
Það eru fjórar megin tegundir af MCT, aðgreindar með hlutfalli af kolefni sem hver inniheldur:
- Caproic acid (C6) Þekkt sem styðsta MCT, caproic acid inniheldur 6 kolefni í hverri fitu sýru keðju. Eins og hinar MCT´s, þá getur hún fljótt breyst í ketones, en það kemur með bitru bragði og getur valdið magavandamálum. Þar með er C6 ekki talin vera besta uppsprettan fyrir ketone framleiðslu.
- Caprylic acid(C8) Hefur verið talin best og fljótlegust til ketogenic framleiðslu. Hún inniheldur 8 kolefna frumefni í hverri fitu sýru keðju og getur umbreyst í ketones hraðar en önnur form af MCT´s. C8 er á heimsvísu mesta ketogenic hágæða MCT á markaðnum. Til að ná besta árangri á ketó mataræði er nauðsynlegt að eiga MCT C8 olíu.
- Capric acid(C10) era ð finna í kókosolíu og mjólk úr vissum dýra tegundum. Talið er að C10 geti styrkt að einhverju leyti ónæmiskerfið og gæti haft einhver bakteríudrepandi eiginleika.
- Lauric acid(C12), er melt og brotin niður í gegnum maga, þaðan út í blóðrás til orkunýtingar. Vísindin hafa deilt um það hvort flokka megi C12 sem MCT. Efnafræðin telur C12 vera hluti af milli keðju þríglýseríða, þar sem um er að ræða 12 kolefni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að C12 brýst ekki niður í ketones nema að fylgt sé ströngu lágkolvetna fæði.
Allar fjórar týpurnar eru skilgreindar sem MCT, en aðeins C6, C8, og C10 fara beint í lifrina þar sem þær eru brotnar niður til ketone framleiðslu.
Samantekt er því að MCT C8 olían er besta og fljótlegasta uppsprettan til ketone framleiðslu í líkamanum. Hægt er að nota hana á marga vegu þar sem hún er bragðlaus, s.s sniðugt að bæta út á matinn eða yfir saladið,frábær út í boostinn eða vatnsbrúsann. Margir kannast við Bullet kaffið, mikilvægt er að hafa í huga uppruna kaffisins og helst að notast við lífrænt. Hægt er að útbúa marga ljúffenga kaffidrykki og bæta C8 olíunni saman við.
Við bjóðum upp á 100% hreina C8 olíu sem er nákvæmlega sama innihald og í Bulletproof Brain Octane olíunni. Hægt er að skoða úrvalið hérna